Útvarpslög og samkeppnislög

Mánudaginn 24. maí 2004, kl. 13:57:56 (8860)

2004-05-24 13:57:56# 130. lþ. 123.1 fundur 974. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum) frv. 48/2004, JÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 123. fundur, 130. lþ.

[13:57]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins eru greidd atkvæði á Alþingi um að skerða tjáningarfrelsið. Prentfrelsið hefur um langan aldur verið barmmerki lýðræðisins en þeir sem fara með völdin í landinu ætla nú í krafti þess að þeir hafa þægan meiri hluta á Alþingi að skerða það frelsi. Frv. sem hér eru greidd atkvæði um skerðir þau réttindi sem 73. gr. stjórnarskrárinnar á að verja. Ég hef sem þingmaður heitið því að virða stjórnarskrána. Ég segi því nei.