SI fyrir HBl og AHB fyrir StB

Þriðjudaginn 25. maí 2004, kl. 10:02:28 (8882)

2004-05-25 10:02:28# 130. lþ. 125.94 fundur 591#B SI fyrir HBl og AHB fyrir StB#, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 130. lþ.

[10:02]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Borist hafa tvö bréf um fjarvistir þingmanna. Hið fyrra er frá 2. þm. Norðaust., Halldóri Blöndal, dags. 24. maí, og hljóðar svo:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, Sigríður Ingvarsdóttir, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Halldór Blöndal.``

Síðara bréfið er frá 1. þm. Norðvest., Sturlu Böðvarssyni, dags. 24. maí, og hljóðar svo:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 2. varamaður á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, Adolf H. Berndsen, Skagaströnd, taki sæti mitt á Alþingi á meðan. Fyrsti varamaður á listanum er forfallaður.

Sturla Böðvarsson.``

Borist hefur tölvuskeyti frá Guðjóni Guðmundssyni, 1. varaþingmanni Sjálfstfl. í Norðvest., dags. 24. maí 2004, þar sem hann tilkynnir að hann geti ekki tekið sæti á Alþingi í forföllum ráðherra.

Kjörbréf Sigríðar Ingvarsdóttur og Adolfs H. Berndsens hafa verið rannsökuð og samþykkt. Þau hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa á ný.