Tilkynning um dagskrá

Þriðjudaginn 25. maí 2004, kl. 17:20:03 (8942)

2004-05-25 17:20:03# 130. lþ. 125.92 fundur 589#B tilkynning um dagskrá#, Forseti BÁ
[prenta uppsett í dálka] 125. fundur, 130. lþ.

[17:20]

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti vill geta þess að búast má við útbýtingarfundi í kvöld, um kl. hálfellefu ef af verður. Formenn þingflokka verða látnir vita um þann fund með hæfilegum fyrirvara ef til þess kemur.

Um þinghaldið á morgun kom eftirfarandi fram á fundi forseta með formönnum þingflokka fyrr í dag: Gert er ráð fyrir að þingfundur hefjist kl. 10 í fyrramálið. Utandagskrárumræða verður að loknu matarhléi, um kl. hálftvö, atkvæðagreiðslur verða að lokinni utandagskrárumræðunni. Gert er ráð fyrir að þingflokksfundir verði í klukkustund og hefjist kl. fjögur. Reikna má með kvöldfundi en matarhlé verður gert milli kl. sjö og átta.