Fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald

Miðvikudaginn 26. maí 2004, kl. 12:58:15 (8975)

2004-05-26 12:58:15# 130. lþ. 127.12 fundur 855. mál: #A fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald# (hámarksgreiðslur, fjármögnun o.fl.) frv. 90/2004, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 130. lþ.

[12:58]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. segist ekki hafa trú á að menn fresti því að fara í fæðingarorlof þótt bæturnar væru lækkaðar. Mætti ekki lækka þær meira? Mætti ekki lækka þær niður í 400 þús. kr. launaviðmið eða niður í 320 þús. kr. í bætur? Mundi það stoppa menn eða hvar eru mörkin?

Önnur spurning. Í Lífeyrissjóði sjómanna, eins og í öðrum lífeyrissjóðum, fá örorkulífeyrisþegar örorkulífeyri miðað við tekjur án hámarks. Telur hv. þm. ekki koma til greina að setja svipað hámark þar, með nákvæmlega sömu rökum, frú forseti?