Fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald

Miðvikudaginn 26. maí 2004, kl. 13:00:47 (8978)

2004-05-26 13:00:47# 130. lþ. 127.12 fundur 855. mál: #A fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald# (hámarksgreiðslur, fjármögnun o.fl.) frv. 90/2004, GAK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 130. lþ.

[13:00]

Guðjón A. Kristjánsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er því miður ekki með lögin um Lífeyrissjóð sjómanna fyrir framan mig. Ég hygg þó að í lögum um Lífeyrissjóð sjómanna hafi fyrir nokkrum árum verið sett inn viðmið varðandi hámarksörorkubætur. Þar að auki var sett inn viðmið í Lífeyrissjóð sjómanna um að örorkulífeyrisþegi fengi mat eftir því hvort hann væri örorkulífeyrisþegi til sjómannsstarfa eða annarra starfa, þ.e. endurmat eftir ákveðinn tíma. Mig minnir að það hafi verið þrjú ár.

Ég hygg að hv. þm. Pétur H. Blöndal, sem yfirleitt hefur haft miklar áhyggjur af stöðu lífeyrisþega í þessu landi, kannski sérstaklega lífeyrisstöðu sjómanna, sé að vitna til einhvers dæmis sem ekki er raunverulegt. Ég held að hann sé með tilbúið dæmi. Ég vona að hv. þm. leggi þetta dæmi fram í umræðunni um lífeyrissjóðina. Ég hygg að það sé ekki til.