Húsnæðismál

Miðvikudaginn 26. maí 2004, kl. 14:27:21 (8996)

2004-05-26 14:27:21# 130. lþ. 127.7 fundur 785. mál: #A húsnæðismál# (íbúðabréf) frv. 57/2004, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 130. lþ.

[14:27]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Hér eru greidd atkvæði um brtt. frá þingmönnum Samf. um að allir sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð fái 90% lán en ekki aðeins þeir sem uppfylla tekjutengd skilyrði til að fá viðbótarlán. Hér er stigið lítið skref til að koma á 90% húsnæðislánum sem var eitt meginloforð framsóknarmanna fyrir síðustu kosningar. Framsóknarmenn lofuðu að frv. um 90% lán yrði lagt fram við upphaf þessa þings. Enn bólar ekkert á því frv. Á það reynir nú hvort þingmenn Framsfl. meintu eitthvað með því sem þeir sögðu um þetta mál fyrir kosningar.