Lokafjárlög 2000

Miðvikudaginn 26. maí 2004, kl. 18:28:35 (9020)

2004-05-26 18:28:35# 130. lþ. 127.25 fundur 326. mál: #A lokafjárlög 2000# frv. 100/2004, Frsm. meiri hluta MS
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 130. lþ.

[18:28]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Magnús Stefánsson):

Hæstv. forseti. Hér eru til 3. umr. lokafjárlög fyrir árið 2000. Við 2. umr. urðu talsverðar umræður um að ekki væri samræmi milli niðurstaðna ríkisreiknings fyrir árið 2000 og lokafjárlaga. Þetta hafði reyndar komið fram áður og um þetta var fjallað í fjárln. Í framhaldi af 2. umr. var sett af stað vinna við að fara frekar yfir málið og Ríkisendurskoðun var fengin til þess. Fjárln. hefur síðan í framhaldinu fjallað um málið og fengið til fundar við sig ríkisendurskoðanda ásamt hans fólki.

Niðurstaðan varð sú að meiri hluti fjárln. leggur fram brtt. Lagt er til að 3. gr. frv. orðist svo, með leyfi forseta:

,,Lög þessi öðlast þegar gildi og er ríkisreikningur fyrir árið 2000 jafnframt staðfestur ásamt athugasemdum ríkisendurskoðanda í áritun hans á reikninginn, sbr. 45. gr. laga nr. 88/1997, um fjárreiður ríkisins.``

Það er álit meiri hluta fjárln. að með þessu sé komið til móts við athugasemdir sem fram hafa komið og er þetta allt saman, eins og ég hef áður sagt, unnið í samstarfi við Ríkisendurskoðun og fjmrn.

Ég ætla ekki að hafa lengra mál um þessa tillögu en legg hana fram fyrir hönd hv. þm. Magnúsar Stefánssonar, Drífu Hjartardóttur, Birkis J. Jónssonar og Guðjóns Hjörleifssonar.