Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 26. maí 2004, kl. 22:26:38 (9061)

2004-05-26 22:26:38# 130. lþ. 127.22 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, Frsm. meiri hluta GHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 130. lþ.

[22:26]

Frsm. meiri hluta sjútvn. (Guðjón Hjörleifsson) (andsvar):

Frú forseti. Því miður þekki ég dæmi þess að menn sem hafa reynt að fjárfesta í þessu kerfi hafa ekki notið vilja bankastofnunar sinnar. Ég sagði í fyrri ræðu minni að ég sé alfarið á móti því að þessi kerfi sameinist. Ég vil alveg hafa kerfin aðskilin og það er mjög gott byggðalega. Það er ljóst að við megum ekki gefa þeim stóru tækifæri á að kaupa þá litlu út. Þetta hef ég sagt áður og sagði í ræðu minni og sagði seinast við vin minn Guðmund Halldórsson rétt áðan þegar ég hringdi í hann.