Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 26. maí 2004, kl. 22:31:31 (9066)

2004-05-26 22:31:31# 130. lþ. 127.22 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, MÞH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 127. fundur, 130. lþ.

[22:31]

Magnús Þór Hafsteinsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Aumt er að hlusta á garminn Ketil, útsendara LÍÚ og snata sjútvrh., hv. formann sjútvn., 8. þm. Suðurk. Guðjón Hjörleifsson, standa í pontu og ryðja upp úr sér bæði brtt. og nefndaráliti meiri hluta sjútvn. Mig langar að spyrja þingmann Suðurk. hvort hann telji sig ekki ganga gegn hagsmunum síns eigin kjördæmis þegar hann setur í kvóta báta sem lönduðu samtals um 3 þús. tonnum af þorski í sunnlenskum höfnum á árabilinu 1998 til loka síðasta fiskveiðiárs. Mér þætti vænt um að hann svaraði því.

Hvernig ætlar hann að svara því að fiskvinnsla, m.a. á Suðurnesjum, muni mjög sennilega missa af miklu hráefni sem komið hefur frá þessum flota? Hvernig stendur á því að við fengum ekki að hitta fulltrúa þeirra sem vilja vera áfram í dagakerfi á fundum sjútvn.? Hvers vegna fengum við bara að hlusta á þá sem vilja fara inn í kvótabraskið, verðandi kvótabraskara?