Fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald

Fimmtudaginn 27. maí 2004, kl. 13:47:58 (9180)

2004-05-27 13:47:58# 130. lþ. 128.1 fundur 855. mál: #A fæðingar- og foreldraorlof og tryggingagjald# (hámarksgreiðslur, fjármögnun o.fl.) frv. 90/2004, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 130. lþ.

[13:47]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Frú forseti. Ég get ekki sagt að ég harmi hlutskipti þess sem fær 450 þús. kr. á mánuði í fæðingarorlofi en ég get þó ekki annað en hugleitt hin femínísku rök, rök BHM og mannréttindasjónarmiðin í því máli. Hin hlutlausa spurning í þessu er: Eiga barneignir að skerða möguleika þína á vinnumarkaði? Mitt svar er nei.

Ég tel líka að okkur beri að auka launajafnréttið á annan hátt en með því að láta það bitna á konum sem hafa komist áfram í óréttlátu kerfi. Hin háu laun í þjóðfélaginu í dag endurspegla misréttið. Þetta misrétti verður sýnilegt í gegnum þetta mál. Það er áhugavert út af fyrir sig að mánaðarlega skuli verið að greiða þessi háu laun framan við nefið á okkur en spurning er hvort þessi umræða geti orðið til þess að vekja okkur til öflugri aðgerða gegn launamun í samfélaginu almennt. Það skal ósagt látið en hitt er víst að við leiðréttum ekki launamisréttið með breytingu á fæðingarorlofslögum. Ég segi nei.