Almannatryggingar og félagsleg aðstoð

Fimmtudaginn 27. maí 2004, kl. 14:00:39 (9183)

2004-05-27 14:00:39# 130. lþ. 128.2 fundur 341. mál: #A almannatryggingar og félagsleg aðstoð# (tryggingaráð, skipulag TR o.fl.) frv. 91/2004, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 130. lþ.

[14:00]

Pétur H. Blöndal:

Frú forseti. Hér er gert ráð fyrir því að ráðherra skipi forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins til fimm ára í senn að fenginni tillögu stjórnar stofnunarinnar. Þetta er óhreint skipurit, frú forseti, vegna þess að stjórnin getur ekki rekið forstjórann og þar af leiðandi eru áhöld um það hver beri ábyrgð, stjórnin eða forstjórinn. Þetta er gallað skipurit og ég benti á það í nefndinni að þetta þyrfti að vera hreinna þannig að það væri á hreinu hver réði og hver bæri ábyrgð. Svo er ekki.

Því miður er þetta allt of algengt í opinberri stjórnsýslu og ég skora á hv. þingmenn að taka sér tak í því að reyna að koma á hreinum skipuritum í stjórnum stofnana. Ég get ekki borið ábyrgð á þessu og sit hjá.