Verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu

Fimmtudaginn 27. maí 2004, kl. 14:21:19 (9191)

2004-05-27 14:21:19# 130. lþ. 128.7 fundur 564. mál: #A verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu# (heildarlög) frv. 97/2004, umhvrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 130. lþ.

[14:21]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir):

Virðulegur forseti. Ég get gengið í þennan ánægjuklúbb sem ég heyri að er að skapast hér um þetta mál. Vegna þessa ákvæðis hófst umræða um alvöru málsins og ég held að hún hafi endað mjög skynsamlega. Vegna þessa ákvæðis hafa hafist alvöruviðræður á milli Landsvirkjunar og landeigendafélagsins þannig að það er með mikilli gleði sem ég samþykki líka að fella út þetta ákvæði. Hefði það ekki komið til tel ég að menn hefðu ekki tekið eins skynsamlega á þessu máli og gert var. Ég fagna því líka mjög mikið að heimamenn hafa tekið svona skynsamlega á málinu og setjast núna niður í alvöruviðræður til að athuga hvort lausn finnist á þessu erfiða máli. Það er ekki víst að hún finnist en menn munu reyna og ég er mjög ánægð með það. Ég segi já.