Stjórn fiskveiða

Fimmtudaginn 27. maí 2004, kl. 14:26:56 (9194)

2004-05-27 14:26:56# 130. lþ. 128.8 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, GHj (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 130. lþ.

[14:26]

Guðjón Hjörleifsson (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að niðurstaða er að komast í málefni sóknardagabáta og að allri óvissu er eytt hjá viðkomandi aðilum. Þeir eru að fá verulegar aflaheimildir sem munu styrkja smábátaútgerð enn frekar. Þeir fara í krókaaflamarkskerfi sem hefur reynst vel hjá þeim 400--500 bátum sem eru í því kerfi og ber að fagna þessari breytingu sérstaklega.