Húsnæðismál

Fimmtudaginn 27. maí 2004, kl. 14:36:29 (9199)

2004-05-27 14:36:29# 130. lþ. 128.11 fundur 785. mál: #A húsnæðismál# (íbúðabréf) frv. 57/2004, JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 130. lþ.

[14:36]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Hæstv. forseti. Í áliti minni hlutans kemur fram að við styðjum þá kerfisbreytingu sem hér er lögð til með upptöku peningalána. Vegna þeirrar óvissu sem ríkir um beitingu vaxtaálaga og uppgreiðsluákvæða sem leitt geta til stórfelldrar gjaldtöku á lántakendur að mati ASÍ og BSRB auk þeirrar gagnrýni sem lífeyrissjóðirnir hafa á endurskipulagningu á verðbréfaútgáfu Íbúðalánasjóðs, sem getur haft neikvæð áhrif á eignsöfn lífeyrissjóða, og ýmissa annarra óvissu\-atriða um framkvæmd breytinganna vísum við ábyrgðinni af allri framkvæmd á hendur meiri hlutanum og greiðum ekki atkvæði.