Umferðarlög

Fimmtudaginn 27. maí 2004, kl. 14:46:37 (9200)

2004-05-27 14:46:37# 130. lþ. 128.19 fundur 464. mál: #A umferðarlög# (öryggi barna, gjöld, EES-reglur o.fl.) frv. 84/2004, ÞBack (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 128. fundur, 130. lþ.

[14:46]

Þuríður Backman:

Frú forseti. Í b-lið 4. gr. er verið að gefa Vegagerðinni heimild til að stöðva bifreiðar til þess að lesa á ökurita og gera aðrar þær skoðanir á bifreiðum sem Vegagerðinni er falið. Fram til þessa hefur eingöngu lögreglan haft heimild til að stöðva bifreiðar úti á þjóðvegunum. Ég tel að þó að Vegagerðin sjái hér nokkurn sparnað í því að nota eingöngu bifreiðar og starfsmenn Vegagerðarinnar í staðinn fyrir að kaupa þjónustu frá lögreglunni séum við komin þarna út á varasama braut og hugsanlega séum við að auka á slysahættu á þjóðvegunum með því að heimila Vegagerðinni þetta ákvæði.

Lögreglan hefur varað við þessu og ég óska eftir því að það verði mjög vel fylgst með framvindu þessa máls.