Frestun á fundum Alþingis

Fimmtudaginn 27. maí 2004, kl. 15:48:41 (9216)

2004-05-27 15:48:41# 130. lþ. 129.1 fundur 1005. mál: #A frestun á fundum Alþingis# þál. 27/130, forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 130. lþ.

[15:48]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Getur hv. þm. bent mér á einhver fordæmi þess að forsrh. eða aðrir ráðherrar hafi verið krafnir svara um það í þinginu hvenær tiltekin lög verði lögð fyrir forseta innan hins lögmælta frests, 14 daga? Getur hann gefið mér einhver fordæmi þess?

Það er engin ástæða eða efni til að haga sér öðruvísi gagnvart þessu máli, það verður að sýna öllum lögum jafnmikla virðingu. Ef við setjum lög sem þarf til að stöðva verkföll sem eru háskaleg fyrir þjóðina eða eitthvað þess háttar hafa menn rokið til og sett allt á annan endann til að koma frumvörpum fram. En það er ekki gert venjulega og ég tel að mál eins og þetta eigi einmitt að afgreiða með venjulegum hætti, ekkert öðruvísi en hið venjulega.