Frestun á fundum Alþingis

Fimmtudaginn 27. maí 2004, kl. 15:49:36 (9217)

2004-05-27 15:49:36# 130. lþ. 129.1 fundur 1005. mál: #A frestun á fundum Alþingis# þál. 27/130, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 130. lþ.

[15:49]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Frú forseti. Getur hæstv. forsrh. bent mér á nokkurt tilvik sem hefur komið upp líkt þessu? Getur hæstv. forsrh. bent mér á nokkur lög sem hér hafa verið samþykkt með þeim afleiðingum að sitjandi forsrh. hafi farið í fjölmiðla og látið hafa eftir sér hluti eins og hæstv. forsrh. hefur gert varðandi þennan rétt forseta Íslands?

Það getur hann að sjálfsögðu ekki. Hér er um alveg sérstakt mál að ræða. Það hafa aldrei komið upp aðstæður af þessu tagi áður, a.m.k. ekki það ég muni eftir.

Ég tel að þessi spurning hæstv. forsrh. sé alveg út í hött.