Búnaðarfræðsla

Föstudaginn 28. maí 2004, kl. 14:08:03 (9378)

2004-05-28 14:08:03# 130. lþ. 130.7 fundur 879. mál: #A búnaðarfræðsla# (Landbúnaðarháskóli Íslands) frv. 71/2004, DrH (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 130. lþ.

[14:08]

Drífa Hjartardóttir (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Með frv. þessu eru lagðar til breytingar á skipulagi búnaðarfræðslu í landinu, sér í lagi breytingar á æðstu stjórn Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Nafni skólans er jafnframt breytt í Landbúnaðarháskóla Íslands. Með frv. eru lagðar niður þrjár stofnanir, þ.e. RALA, Landbúnaðarskólann á Hvanneyri og Garðyrkjuskólann á Reykjum. Í staðinn er stofnaður einn nýr Landbúnaðarháskóli Íslands.