Búnaðarfræðsla

Föstudaginn 28. maí 2004, kl. 14:08:48 (9379)

2004-05-28 14:08:48# 130. lþ. 130.7 fundur 879. mál: #A búnaðarfræðsla# (Landbúnaðarháskóli Íslands) frv. 71/2004, AKG (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 130. lþ.

[14:08]

Anna Kristín Gunnarsdóttir (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Samfylkingin gerir brtt. við 6. gr., 7. gr. og 9. gr. frv. um búnaðarfræðslu. Breytingartillögurnar miða allar að því að færa stjórnskipulag Landbúnaðarháskóla Íslands sem næst því sem segir í lögum um háskóla. Við teljum varhugavert að ráðherra hafi eindæmi um ráðningu rektors og að mikilvægt sé að háskólaráð sé æðsta vald varðandi innri málefni skólans.

Ég hef við umræður um frv. gert grein fyrir afstöðu okkar til rannsóknasviðs skólans. Við leggjum áherslu á að það hafi sama frelsi til verkefnavals og rannsókna og aðrir háskólar. Við í Samf. styðjum málið að öðru leyti.