Búnaðarfræðsla

Föstudaginn 28. maí 2004, kl. 14:12:03 (9381)

2004-05-28 14:12:03# 130. lþ. 130.7 fundur 879. mál: #A búnaðarfræðsla# (Landbúnaðarháskóli Íslands) frv. 71/2004, MÞH (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 130. lþ.

[14:12]

Magnús Þór Hafsteinsson (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Frjálslyndi flokkurinn telur að með þessu frv. sé stigið mikilvægt skref í átt að því að hagræða í stofnunum landbúnaðarins og sameina stofnanir landbúnaðarins undir færri hatta. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að þetta frv. er kannski ekki fullkomið eins og það liggur fyrir núna en treystum því og trúum að það muni koma til síendurtekinnar endurskoðunar á næstu missirum. Við munum vafalítið halda áfram aðhöldum á þeirri vegferð að endurbæta stofnanir landbúnaðarins. Við munum segja já við frv. en áskiljum okkur fullan rétt til að hafa fyrirvara á því.