Jarðalög

Föstudaginn 28. maí 2004, kl. 14:31:09 (9387)

2004-05-28 14:31:09# 130. lþ. 130.9 fundur 783. mál: #A jarðalög# (heildarlög) frv. 81/2004, landbrh. (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 130. fundur, 130. lþ.

[14:31]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Það er rétt að við erum gestir á hótel jörð. (GÁS: Velkominn.) Það er mikilvægt að huga að því á hverju einasta hóteli, hvort sem er jörðin eða landið, að mikilvægt er að leikreglur hótelsins séu einfaldar og skýrar og ekki svo miklar flækjur að hótelgestirnir komi aldrei aftur.

Þann stutta tíma sem ég hef starfað sem landbrh. hefur þetta stóra mál, jarða- og ábúðarlög, verið á borði mínu sem þyngsta verkefnið. Ég þakka þinginu þá þolinmæði sem það hefur sýnt gagnvart því hve langan tíma þetta hefur tekið en þetta er flókin og vönduð lagabreyting.

Ég fullyrði að gömul, úrelt lög falla úr gildi. Ný frjálslynd lög taka við og gera okkur auðveldara að byggja landið. Öll eignaskipti verða auðveldari og auk þess nýsköpun í sveitum. Ég veit að þjóðin verður hamingjusöm með þessi nýju lög.