Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 28. maí 2004, kl. 17:00:06 (9425)

2004-05-28 17:00:06# 130. lþ. 131.2 fundur 996. mál: #A stjórn fiskveiða# (sóknardagar báta, krókaaflamark o.fl.) frv. 74/2004, Frsm. meiri hluta GHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 131. fundur, 130. lþ.

[17:00]

Frsm. meiri hluta sjútvn. (Guðjón Hjörleifsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég sagði áðan í ræðu minni, þá verður að taka tillit til allra báta sem eru í endurnýjun og dagsetningin er færð til til þess að allir komist inn, sem er bara mjög eðlilegt og sanngjarnt, því Fiskistofa hefur verið að vinna í þessu.

Varðandi fjöldann þá eru það 292 bátar sem fá úthlutað og það kemur líka fram í frumvarpinu að það eru sértækar aðgerðir fyrir báta sem hafa verið í smíðum og breytingu á aflareynslu.