Þingfrestun

Föstudaginn 28. maí 2004, kl. 20:35:06 (9469)

2004-05-28 20:35:06# 130. lþ. 132.94 fundur 622#B þingfrestun#, ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 132. fundur, 130. lþ.

[20:35]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Ég vil fyrir hönd alþingismanna flytja hæstv. forseta og öðrum varaforsetum þakkir fyrir samstarfið í vetur og fyrir hlý orð í okkar garð. Við höfum átt ágætt samstarf um margt á þinginu í vetur en við höfum líka tekist á þetta árið eins og reyndin hefur verið frá fornu fari. Nú er komið að því að leiðir skilji um sinn.

Á kveðjustund óskum við hvert öðru velfarnaðar. Ég vil færa forseta og fjölskyldu bestu kveðjur fyrir hönd okkar alþingismanna og starfsfólki Alþingis vil ég einnig þakka fyrir góð störf, lipurð og fúslega veitta aðstoð. Bið ég þingmenn að taka undir góðar kveðjur til forseta Alþingis og fjölskyldu hans og þakkir til starfsfólks Alþingis með því að rísa úr sætum. --- [Þingmenn risu úr sætum.]