Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 21. júlí 2004, kl. 14:36:25 (9527)

2004-07-21 14:36:25# 130. lþ. 136.1 fundur 1011. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum, brottfall eldri laga o.fl.) frv. 107/2004, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur, 130. lþ.

[14:36]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Í nefndaráliti minni hlutans kemur fram að þjóðaratkvæðagreiðslan sé öruggasta leiðin og sú lýðræðislegasta. Stjórnarandstaðan kvartaði hástöfum undan tímaleysi og skorti á upplýsingum og fékk hún þó marga sérfræðinga og mörg nefndarálit til að skoða. Hún ætlaðist til þess að hinn almenni kjósandi tæki upplýsta ákvörðun og er þá tvennt til. Annaðhvort að hinn almenni kjósandi, Jón og Gunna, séu fljótari að átta sig á kjarna málsins en hv. stjórnarandstaða og þurfi ekki sérfræðinga og nefndarálit eða þá að menn ætlast til þess að hinn almenni kjósandi taki ákvörðun án þess að vita nákvæmlega um hvað málið snýst. Er það virkilega svo? Ætlast menn virkilega til þess að hinn almenni kjósandi taki slíka ákvörðun? Eru menn að gera lítið úr honum?