Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 21. júlí 2004, kl. 16:37:29 (9551)

2004-07-21 16:37:29# 130. lþ. 136.1 fundur 1011. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum, brottfall eldri laga o.fl.) frv. 107/2004, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur, 130. lþ.

[16:37]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Sér hv. þm. ekki ákveðin völd forseta falin í því að hann geti vinsað úr þau lög sem hann skrifar ekki undir? Hann getur þannig orðið mjög pólitískur.

Síðan vil ég spyrja hv. þm. hvort hann í framhaldinu varðandi fjölmiðlafrumvarpið sérstaklega sjái ástæðu til að gera einhverjar breytingar. Hvort hann vilji fara þá leið að takmarka eignarhald eða ritstjórnarlegt frelsi og hafa gagnsætt eignarhald, hvora leiðina hann velur frekar. Og hvort hann telji að menn þurfi eitt ár, tíu ár o.s.frv. og hve lengi við getum beðið. Og hvort þetta fjölmiðlavald sé raunverulegt vald sem geti vaxið okkur yfir höfuð.