Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 21. júlí 2004, kl. 16:39:41 (9553)

2004-07-21 16:39:41# 130. lþ. 136.1 fundur 1011. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum, brottfall eldri laga o.fl.) frv. 107/2004, ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur, 130. lþ.

[16:39]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka áhugaverðar söguskýringar hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar og á köflum mjög skemmtilegar. En formáli þeirra söguskýringa var sá að kastað hefði verið rýrð á störf þeirra manna sem sömdu stjórnarskrána. Ég kem hér upp til að mótmæla því að það hafi verið gert og leiðinlegt að heyra hv. þm. endurtaka þetta aftur og aftur, að menn hafi verið að kasta einhverri rýrð á þau störf.

En eins og fram kom í máli hans var stjórnarskráin auðvitað sett við nokkuð sérstakar aðstæður og ég held að þau rök sem hann tíndi til hafi jafnvel skýrt það best. En í þeim umræðum sem fóru fram um stjórnarskrána kemur fram að menn voru ekkert --- þessar sérstöku aðstæður voru, og það kemur fram, sérstaklega í andsvörum þingmanna, að menn reiknuðu með því að stjórnarskráin mundi standa mjög stutt.