Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 21. júlí 2004, kl. 17:49:27 (9580)

2004-07-21 17:49:27# 130. lþ. 136.1 fundur 1011. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum, brottfall eldri laga o.fl.) frv. 107/2004, ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur, 130. lþ.

[17:49]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Því miður gafst mér ekki tími til að lesa leiðara Moggans og er nú bara ánægð með það ef Mogginn er sammála mér um hvernig þetta mál hefur þróast.

Þingmaðurinn spyr hvernig þessi stjórnskipunarkreppa hafi orðið til. Hún varð til þegar forseti Íslands synjaði því að undirrita lög sem samþykkt höfðu verið hér með lýðræðislegum rétti allra alþingismanna til þess að taka afstöðu til málsins. Þegar menn fóru að skoða hvernig ætti að skilja þessa afstöðu forsetans og hvernig ætti að framkvæma hugsanlega atkvæðagreiðslu kom í ljós að það er engin leiðbeining í stjórnarskránni um það hvernig þessu skuli beitt, enda hefur það verið samdóma álit manna, eins og hér hefur verið rakið, þeirra forseta sem setið hafa, að þessu ákvæði skuli ekki beitt. Fyrir því eru ástæður.