Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 21. júlí 2004, kl. 17:55:38 (9585)

2004-07-21 17:55:38# 130. lþ. 136.1 fundur 1011. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum, brottfall eldri laga o.fl.) frv. 107/2004, JBjarn (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur, 130. lþ.

[17:55]

Jón Bjarnason (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. Arnbjörg Sveinsdóttir fer mjög frjálslega og reyndar ekki rétt með það sem hefur komið fram. Miðað við það sem ég hef séð af umsögnum þeirra sem hafa komið fyrir nefndina eru allir sammála um að þjóðaratkvæðagreiðslan sé hafin yfir allan vafa, hún sé lýðræðislegasta aðferðin til þess að skera hér úr um.

Hvað finnst hv. þingmanni um það ef svo fer fram sem horfir að þingið muni ekki afgreiða frá sér reglur um framkvæmd þessarar atkvæðagreiðslu, sem það er þó kallað saman til að gera, ef þessu þingi verður slitið án þess að inna af hendi þann gjörning sem það var boðað til að gera? Mér finnast þetta vera svik við þingið.