Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 21. júlí 2004, kl. 18:41:30 (9596)

2004-07-21 18:41:30# 130. lþ. 136.1 fundur 1011. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum, brottfall eldri laga o.fl.) frv. 107/2004, MÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur, 130. lþ.

[18:41]

Mörður Árnason (andsvar):

Forseti. Þetta var merkileg ræða og full af biturð og vonbrigðum manns sem hefur safnað þeim tilfinningum saman á löngum ferli og ná nú hámarki eftir hina 100 daga í stríðinu. Það var merkilegt að heyra túlkun hans á þeirri aðstoð sem stjórnarandstaðan veitti til að koma hér málum inn og ég tel að þingflokksformenn og þingflokkarnir þurfi að taka það sérstaklega til skoðunar hvaða merkingu þau orð hans höfðu. En það sem mig langar til að vita og mér fannst hann ekki skýra í allri þessari miklu ræðu er hvers vegna hv. þm. styður það frv. sem hér er á ferðinni. Er það frv. ekki að hans skilningi gegn þingræðinu? Er það ekki samkvæmt hinni vitlausu, gölluðu og fáránlegu 26. gr. sem hlýtur að vera prentvilla eða eitthvert svindl frá öxli hins illa í samfélaginu, Baugi, forsetanum og stjórnarandstöðunni?