Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 21. júlí 2004, kl. 18:47:50 (9601)

2004-07-21 18:47:50# 130. lþ. 136.1 fundur 1011. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum, brottfall eldri laga o.fl.) frv. 107/2004, HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur, 130. lþ.

[18:47]

Halldór Blöndal (andsvar):

Frú forseti. Nú er það svo að forsrh. og forseti lýðveldisins hittast reglulega. Ég vil enn fremur benda hv. þm. á skilning Ólafs Jóhannessonar eins og er lýst í bók hans, með leyfi forseta:

,,Er og á það bent að þjóðaratkvæði sé löggjafaraðili sem ekki eigi að leita til nema mikið liggi við eða um sé að tefla meginatriði í lagasetningu.``

Því er ekki til að dreifa nú en á hinn bóginn er það óþolandi staða fyrir Alþingi til frambúðar að þar sé fjallað um mál kannski svo mánuðum skiptir og síðan viti þingið ekki um það hvort forseti muni staðfesta eða synja um lögin. Það er óþolandi staða. Ég heyri að hv. þm. hlær að þessu eins og áður þegar talað er um virðingu Alþingis. En það er auðvitað þannig að ef við viljum þjóðaratkvæði eigum við að setja (Forseti hringir.) um það lög þegar kyrrð er í þjóðfélaginu og þau lög eiga að vera almenn og til frambúðar.