Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 21. júlí 2004, kl. 19:46:32 (9606)

2004-07-21 19:46:32# 130. lþ. 136.1 fundur 1011. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum, brottfall eldri laga o.fl.) frv. 107/2004, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur, 130. lþ.

[19:46]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. misskilur gjörsamlega það sem ég sagði. Ég sagði að 44% eða helmingurinn af þessum 88% þyrftu að greiða atkvæði gegn frv. til að það félli. Ég sagði ekki 50%, ég sagði 44%, helmingur af 88%, þannig að ef, eins og hv. þm. sagði, 48% þjóðarinnar eða eitthvað slíkt eiga fulltrúa á Alþingi sem samþykkja þessi lög þurfi svipaðan fjölda á móti. Það er sú röksemd sem ég er með, þ.e. að 44% þjóðarinnar, sem er helmingurinn af því vægi sem Alþingi sækir til þjóðarinnar, þurfi að greiða atkvæði gegn frv. til að fella það. Ella félli það ekki.

Það er nefnilega þannig að þingmenn þurfa á fjögurra ára fresti að sækja vald sitt til þjóðarinnar. Þá eru þeir vegnir og metnir eftir öllu því sem þeir hafa gert á kjörtímabilinu, m.a. þessu, og fá aftur fylgi hjá þjóðinni til að semja lög fyrir hönd hennar. Ef sú staða kemur upp að þjóðin eigi að greiða atkvæði um þá ákvörðun Alþingis að hafa samþykkt lög finnst mér að a.m.k. helmingur þeirra sem kusu Alþingi síðast þurfi að greiða atkvæði gegn ákvörðuninni.