Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 21. júlí 2004, kl. 19:48:05 (9607)

2004-07-21 19:48:05# 130. lþ. 136.1 fundur 1011. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum, brottfall eldri laga o.fl.) frv. 107/2004, JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur, 130. lþ.

[19:48]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér finnst eins og mönnum hafi gleymst í þessari umræðu hvaðan valdið kemur. Valdið kemur frá þjóðinni og það er auðvitað bara meiri hluti þjóðarinnar í einstökum atkvæðagreiðslum sem hefur þetta vald. Það er gersamlega fráleitt að menn ætli að fara að gera upp á milli mála af þessu tagi gagnvart þjóðinni. Þar á meiri hluti bara að gilda.

Við höfum reglur um þetta. Það hefur aldrei verið gerð nein krafa um það að tiltekinn fjöldi tæki þátt í að kjósa þingmenn. Það hefur aldrei verið gerð einu sinni krafa um það að tiltekinn fjöldi kysi forseta Íslands en ríkisstjórnarstyðjendur töldu að setja þyrfti sérstakar reglur ef það ætti að verða mögulegt að fella einhver mál sem þeir hafa stutt á þingi þó að þeir hafi ekki einu sinni haft meirihlutastuðning á bak við það miðað við þann stuðning sem þeir höfðu í kosningum.