Útvarpslög og samkeppnislög

Miðvikudaginn 21. júlí 2004, kl. 19:49:09 (9608)

2004-07-21 19:49:09# 130. lþ. 136.1 fundur 1011. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum, brottfall eldri laga o.fl.) frv. 107/2004, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 136. fundur, 130. lþ.

[19:49]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Frú forseti. Ég vil endurtaka: Alþingi er kosið sem fulltrúi þjóðarinnar á fjögurra ára fresti minnst. Á bak við Alþingi Íslendinga er mjög sterkur meiri hluti. Þátttaka í alþingiskosningum er mjög sterk. Það eru um 88% sem taka þátt þannig að við getum sagt að þegar Alþingi samþykkir lög séu a.m.k. fulltrúar 44% þjóðarinnar sem hafa samþykkt þau lög á Alþingi. Og ég segi að ef fella eigi þessi lög sem fulltrúar þjóðarinnar settu á Alþingi þurfi sami meiri hluti að koma fram til að fella þau, þ.e. 44%. Ef þátttaka í kosningum til Alþingis yrði lítil eins og hjá sumum þjóðum þar sem þátttakan fer niður í 50% mundi ekki þurfa nema 25% enda er þá valdið sem Alþingi tekur frá þjóðinni veikara en þegar 88% taka þátt í alþingiskosningum.