Útvarpslög og samkeppnislög

Fimmtudaginn 22. júlí 2004, kl. 10:49:05 (9625)

2004-07-22 10:49:05# 130. lþ. 137.1 fundur 1011. mál: #A útvarpslög og samkeppnislög# (eignarhald á fjölmiðlum, brottfall eldri laga o.fl.) frv. 107/2004, SP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur, 130. lþ.

[10:49]

Sólveig Pétursdóttir (andsvar):

Hv. þm. þarf ekki að snúa út úr fyrir mönnum. Það er enginn að tala um að sú niðurstaða sem þjóðin kæmist að í þjóðaratkvæðagreiðslu yrði annað en rétt og lýðræðisleg. Engu að síður fannst mér rétt að benda á þessi dæmi, þar sem hv. þm. hefur svo mjög gert þetta fyrirbæri, þjóðaratkvæðagreiðslu, að umræðuefni.

En ég fagna því hins vegar að hv. þm. telji ekki ástæðu til að líta til Sviss sem fyrirmyndarþjóðríkis í þessum efnum.