
Frsm. meiri hluta allshn. (Bjarni Benediktsson) (andsvar):
Virðulegi forseti. Ætli það sé ekki ágætt að leyfa stjórnarandstöðunni að setja punktinn yfir i-ið með sínu efnislega innleggi í þessa umræðu og málefnalegu umræðu um þetta mál með því að láta þessi orð hv. þm. Marðar Árnasonar kyrr liggja vegna þess að þau eru ekki svaraverð.