Kosning forseta skv. 1. mgr. 3. gr. þingskapa

Miðvikudaginn 01. október 2003, kl. 14:23:43 (5)

2003-10-01 14:23:43# 130. lþ. 0.3 fundur 29#B kosning forseta skv. 1. mgr. 3. gr. þingskapa#, Aldursforseti HÁs
[prenta uppsett í dálka] 0. fundur, 130. lþ.

[14:23]

Aldursforseti (Halldór Ásgrímsson):

Nú fer fram kosning forseta Alþingis. Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. þingskapa eru þeir einir í kjöri sem tilnefndir eru. Mér hefur borist ein tilnefning, um hv. 2. þm. Norðaust., Halldór Blöndal. Eru aðrar tilnefningar?

Aðrar tilnefningar hafa ekki borist og er því hv. 2. þm. Norðaust., Halldór Blöndal, einn í kjöri. Þar sem aðeins einn er í kjöri fer kosningin fram með atkvæðagreiðslukerfinu eins og venja er og gert hefur verið á undangengnum þingum ef ekki eru gerðar við það athugasemdir. Kerfið er þannig stillt að jafna má við leynilega atkvæðagreiðslu. Töflurnar á veggjunum munu aðeins sýna hverjir hafa neytt atkvæðisréttar síns en ekki hvernig þeir greiddu atkvæði og sama gildir um geymsluminni tölvunnar. Þeir sem kjósa Halldór Blöndal ýti á já-hnappinn en þeir sem skila auðu ýti á hnappinn sem merktur er: Greiðir ekki atkvæði. Gult ljós kviknar við miðhnappinn þegar atkvæði hefur verið greitt, sama á hvorn hnappinn er ýtt og eins kviknar aðeins gult ljós á veggtöflunni.