Birting efnis úr stefnuræðu forsætisráðherra

Fimmtudaginn 02. október 2003, kl. 19:51:04 (12)

2003-10-02 19:51:04# 130. lþ. 2.92 fundur 38#B birting efnis úr stefnuræðu forsætisráðherra#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 2. fundur, 130. lþ.

[19:51]

Forseti (Halldór Blöndal):

Senn hefjast útvarpsumræður um stefnuræðu forsrh. fyrir hönd ríkisstjórnarinnar en samkvæmt þingsköpum skal eftirrit af ræðunni afhent þingmönnum sem trúnaðarmál eigi síðar en þremur dögum áður en hún er flutt. Hingað til hefur þessi trúnaður verið haldinn. Í fyrradag brá hins vegar svo við að fréttastofa Stöðvar 2 skýrði frá því að hún hefði eftirrit af ræðunni undir höndum og var farið með kafla úr ræðunni. Ég tók þetta mál upp á fundi með formönnum þingflokka í dag. Við vorum sammála um að hér væri um mjög alvarlegt trúnaðarbrot að ræða. Þetta mál verður áfram til athugunar og hvernig brugðist skuli við því.