Fjárlög 2004

Föstudaginn 03. október 2003, kl. 14:53:18 (85)

2003-10-03 14:53:18# 130. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 130. lþ.

[14:53]

Félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér þykir þingmaðurinn gefa það í skyn að um sé að ræða 10 þús. kr. skerðingu á mánuði. En rétt er að það komi skýrt fram að verið er að tala um þrjá daga af þeim fimm árum sem íslenskir launamenn eiga rétt á atvinnuleysisbótum. Eins og ég tók fram áðan þá er verið að færa atvinnuleysistryggingakerfi okkar til nokkurs samræmis við það sem tíðkast í löndunum í kringum okkur.

Við getum svo tekið þá umræðu síðar, hv. þm., hvernig við teljum rétt að breyta því kerfi sem við búum við þegar kemur að atvinnuleysistryggingum. Ég er alveg tilbúinn í þá umræðu.