Fjárlög 2004

Föstudaginn 03. október 2003, kl. 18:13:47 (130)

2003-10-03 18:13:47# 130. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 130. lþ.

[18:13]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Þingmaðurinn virðist gefa sér að ekkert af hinum 370 milljónum sem fara í hina nýju skiptingu, sem hann réttilega lýsti hér, mundi eða gæti runnið til grunnrannsókna. Það leyfi ég mér að stórefast um þó að ég hafi svo sem ekki grennslast nákvæmlega fyrir um það. En ég held að það sé ekki rétt og held mig við það að við erum að stórauka framlög til rannsókna. En þetta eru auðvitað upplýsingar sem þingnefndin getur hæglega rannsakað í sinni vinnu.