Fjárlög 2004

Föstudaginn 03. október 2003, kl. 18:21:35 (136)

2003-10-03 18:21:35# 130. lþ. 3.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 2004# frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 3. fundur, 130. lþ.

[18:21]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Það sem við forsrh. ræddum um fyrir kosningar varðandi þetta mál var það að æskilegt væri og best að lögfesta þetta prógramm sem við köllum svo varðandi skattalækkanir núna í haust. Um það varð ekki samkomulag. Það þýðir ekki að það sé Framsfl. að kenna. Kannski eru þeir bara svona miklu betri samningamenn en við. En það er ekki málið. Þetta er aukaatriði. Aðalatriðið er það að fyrir liggur hin skýra stefna varðandi allt kjörtímabilið um það hvernig við ætlum að fara í þessi mál. Við ætlum að tímasetja þetta nánar síðar þegar það liggur betur fyrir varðandi kjarasamninga og við ætlum að raða þessum hlutum upp í ákveðna röð með ákveðnum tímasetningum þegar það liggur betur fyrir.