Matvælaverð á Íslandi og í nágrannalöndunum

Mánudaginn 06. október 2003, kl. 15:15:34 (153)

2003-10-06 15:15:34# 130. lþ. 4.1 fundur 46#B matvælaverð á Íslandi og í nágrannalöndunum# (óundirbúin fsp.), RG
[prenta uppsett í dálka] 4. fundur, 130. lþ.

[15:15]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Þess vegna höfum við valið að bera okkur saman við Norðurlöndin og Ísland toppar í verðsamanburði ásamt Noregi sem fylgir fast á eftir.

Vegna orða hæstv. forsrh. um landbúnaðarvörurnar: Já, vissulega er það svo að frá 1996, þegar vísitalan var sett á 100 í öllum Norðurlöndunum, hafa landbúnaðarvörurnar aðeins farið upp 118,8 stig, árið 2002 meðtalið, á meðan allar aðrar matvörur eru komnar upp í 126,5 stig. Það er algjörlega óásættanlegt að á sama tíma og krónan hefur verið að styrkjast og erlendur gjaldmiðill orðið ódýari skuli matvara hafa hækkað um 26,5 stig hjá okkur á meðan það land sem næst kemur á eftir frá 1996 hefur ekki farið nema í 113 stig. Þetta eru staðreyndir fengnar frá Hagstofunni og þær er ekki hægt að rengja. Þessu verðum við að breyta.