Endurskoðun atvinnuleysisbóta

Miðvikudaginn 08. október 2003, kl. 16:01:06 (347)

2003-10-08 16:01:06# 130. lþ. 7.7 fundur 65. mál: #A endurskoðun atvinnuleysisbóta# fsp. (til munnl.) frá félmrh., HjÁ
[prenta uppsett í dálka] 7. fundur, 130. lþ.

[16:01]

Hjálmar Árnason:

Virðulegi forseti. Umræðan núna minnir mig (Gripið fram í.) sumpart á þá umræðu sem átti sér stað hér í kjölfar kosninganna 1995 (Gripið fram í.) þegar stjórnarandstaðan stóð hér upp og spurði nánast daginn eftir kosningar: ,,Hvar eru 12.000 störfin?`` (Gripið fram í: Útúrsnúningar.) En flokkurinn nefndi að (Gripið fram í.) stefnt yrði að því til aldamóta. Og hvað varð? Um það bil 15.000 störf. (Gripið fram í.)

Ég dreg það fram, virðulegi forseti, að við erum að hefja hér kjörtímabil (SJS: 5 þúsund og ...) (Gripið fram í: Og lækkið atvinnuleysisbætur.) og við förum fram undir þessu: Vinna --- vöxtur --- velferð. Og við það munum við standa. (Gripið fram í: Hvaða velferð er það?)

Virðulegi forseti. Má ég biðja forseta að þagga niður í hinum ákafa þingmanni sem tekur hér frá mér dýrmætar sekúndur.

Virðulegi forseti. Ástæða þess að ég kvaddi mér hljóðs núna eru ummæli hv. þm. Magnúsar Þórs Hafsteinssonar. Þetta er öðru sinni sem hann kemur hér opinberlega fram og veitist að þinginu. Hann gerði það í upphafi frægðarferðar sjútvn. Þá sakaði hann þingmenn sem fara í vinnuferðir um að vera múlbundna á fyllerísferðum. Nú kemur hann hér og talar um að af því að þingmenn eru ekki hér í salnum (Gripið fram í.) þá sé það virðingarleysi við Alþingi. Ég bið hv. þingmann um að kynna sér þær vinnureglur sem hér gilda og þá tækni sem hér er til reiðu og láta af því að grafa undan virðingu Alþingis eins og hann hefur ítrekað gert.