Tilhögun þingfundar

Fimmtudaginn 09. október 2003, kl. 10:54:14 (361)

2003-10-09 10:54:14# 130. lþ. 8.95 fundur 75#B tilhögun þingfundar#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur, 130. lþ.

[10:54]

Forseti (Halldór Blöndal):

Gert er ráð fyrir því að atkvæðagreiðslur verði klukkan hálftvö. Klukkan hálftvö fer fram kosning eins aðalmanns í bankaráð Seðlabanka Íslands, það er fyrsta dagskrármálið, og aðrar atkvæðagreiðslur ef umræðum verður lokið um 2., 3. eða 4. dagskrármálið.