Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 09. október 2003, kl. 14:39:55 (409)

2003-10-09 14:39:55# 130. lþ. 8.3 fundur 88. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (sérstakur tekjuskattur, viðmiðunarfjárhæðir o.fl.) frv., HHj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur, 130. lþ.

[14:39]

Helgi Hjörvar (andsvar):

Virðulegur forseti. Áherslur Samf. í skattamálum þurfa ekki að koma hv. þm. Kristni H. Gunnarssyni neitt á óvart. Þær voru ágætlega kynntar í kosningabaráttunni. Við höfum m.a. sagt að við höfum ekki litið svo á að lækkun á sérstaka tekjuskattinum væri forgangsmál hjá okkur, ekki forgangsmál, hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson. En við höfum sagt að hjá okkur sé forgangsmál, og um það höfum við flutt frv. á þessu þingi, að lækka virðisaukaskatt á matvöru vegna þess að við höfum talið að það kæmi heimilunum í landinu og hinum lægst launuðu mest og best til góða. Við segjum hins vegar alveg skýrt, og í raun heyrist mér hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson vera sjálfur að gefa það í skyn, að það að draga úr vaxtabótum um 600 millj. sé algerlega fráleit ráðstöfun í skattamálum og ámælisverð og sennilega ein af ámælisverðustu skattahækkununum sem stjórnarflokkarnir leggja fram hér á þessu þingi.