Lax- og silungsveiði o.fl.

Fimmtudaginn 09. október 2003, kl. 18:29:02 (440)

2003-10-09 18:29:02# 130. lþ. 8.4 fundur 111. mál: #A lax- og silungsveiði o.fl.# (staðfesting bráðabirgðalaga) frv., MÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 8. fundur, 130. lþ.

[18:29]

Mörður Árnason (andsvar):

Hæstv. forseti. Hæstv. landbrh. hefur nú staðfest þann grun minn að engar reglur hafa verið settar. Ekkert hefur verið gert af hálfu skrifstofu hæstv. landbrh. til þess að fyrirbyggja slys eins og það sem varð í Norðfirði í sumar. Ég fagna því hins vegar að hæstv. landbrh. hefur nú lofað því að slíkar reglur verði settar.

Ég fagna því líka að hæstv. landbrh. skuli eftir hið hörmulega slys í Norðfirði, hafa, að því virðist, komist að því að laxinn er þeim eðliseiginleikum gæddur að hann er syndur.