ÞES fyrir DJ, ISG fyrir GÖg og BrM fyrir JGunn

Mánudaginn 13. október 2003, kl. 15:03:06 (446)

2003-10-13 15:03:06# 130. lþ. 9.96 fundur 81#B ÞES fyrir DJ, ISG fyrir GÖg og BrM fyrir JGunn#, Forseti SP
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur, 130. lþ.

[15:03]

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Borist hafa þrjú bréf um forföll þingmanna. Hið fyrsta er svohljóðandi:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum, til kosningaeftirlits í Aserbaídsjan á vegum utanrrn., og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur óska ég eftir því með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að 1. varaþm. Samfylkingarinnar í Reykv. n., Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Guðrún Ögmundsdóttir, 5. þm. Reykv. n.``

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa á ný.

Annað bréfið hljóðar svo:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur óska ég eftir því með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að 1. varaþm. Samfylkingarinnar í Suðurk., Brynja Magnúsdóttir sjúkraliði, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Jón Gunnarsson, 10. þm. Suðurk.``

Hið síðasta hljóðar svo:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og í framhaldi af því til kosningaeftirlits til Georgíu og get því ekki sótt þingfundi næstu fjórar vikur óska ég eftir því með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa að 1. varaþm. Framsfl. í Norðaust., Þórarinn E. Sveinsson forstöðumaður, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Dagný Jónsdóttir, 8. þm. Norðaust.``

Kjörbréf Brynju Magnúsdóttur og Þórarins E. Sveinssonar hafa þegar verið rannsökuð og samþykkt, en þau hafa ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni.