Virðisaukaskattur

Mánudaginn 13. október 2003, kl. 18:43:08 (487)

2003-10-13 18:43:08# 130. lþ. 9.5 fundur 6. mál: #A virðisaukaskattur# (matvæli) frv., GÓJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 9. fundur, 130. lþ.

[18:43]

Guðjón Ólafur Jónsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Það var helst að skilja á ræðu hv. 1. þm. Reykv. n. að það hefði komið fram í ræðu minni að ég væri á móti þessu frv. (Gripið fram í: Þú sagðir það.) Sagði ég það, hv. þm.? Nei, það er alrangt. Ég fagnaði einmitt þessu innleggi Samfylkingarinnar. (Gripið fram í.) Ég fagnaði því að Samfylkingin hefði áhuga á að koma til liðs við okkur í ríkisstjórnarflokkunum og lækka skattana. En ég sagði líka að forsenda þess að við gætum lækkað skatta sé að við fáum auknar tekjur í ríkissjóð og hv. 1. þm. Reykv. n. talaði einmitt um það sem skiptir lykilmáli í þessu sambandi og er lykilhugtak og það er hagvöxtur. Hann sér þann hagvöxt fyrir eins og við í ríkisstjórnarflokkunum. Þann hagvöxt ætlum við að nota til að lækka skatta og ég býð hv. þm. velkominn í hóp okkar framsóknarmanna til að vinna að þessu máli með okkur í ríkisstjórninni.