Niðurstaða ráðherranefndar um fátækt

Miðvikudaginn 15. október 2003, kl. 14:52:43 (607)

2003-10-15 14:52:43# 130. lþ. 11.6 fundur 78. mál: #A niðurstaða ráðherranefndar um fátækt# fsp. (til munnl.) frá félmrh., GÓJ
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 130. lþ.

[14:52]

Guðjón Ólafur Jónsson:

Hæstv. forseti. Það er í sjálfu sér skiljanlegt að hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir skuli taka þetta mál upp á hinu háa Alþingi. Hún er fyrrv. félagsmálaráðherra og þekkir stöðu fátækra vel, enda hefur staða þeirra líklega aldrei verið verri en einmitt í ráðherratíð hennar. (JóhS: Færðu rök fyrir þessu.) Athugasemd mín snýr hins vegar að 3. tölul. í fyrirspurninni, þar sem fram kemur og er svo einkennilega orðað: Hver er skoðun ráðherra á stöðu fátækra?

Ég verð að segja það alveg eins og er, hæstv. forseti, að mér finnst þetta nokkuð kauðsk spurning og einkennileg. Ætlast hv. þm. til þess að ráðherra geti verið ánægður með stöðu fátækra? Ætlast hv. þm. til þess að einhver hv. þm. hér í salnum geti verið ánægður með það að fólk sé fátækt á Íslandi? Auðvitað ekki. Og við eigum öll að taka höndum saman í því að útrýma fátækt hér á landi.