Seðlabanki Íslands

Fimmtudaginn 16. október 2003, kl. 17:10:35 (717)

2003-10-16 17:10:35# 130. lþ. 13.6 fundur 153. mál: #A Seðlabanki Íslands# (bankastjórar) frv., SigurjÞ
[prenta uppsett í dálka] 13. fundur, 130. lþ.

[17:10]

Sigurjón Þórðarson:

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með Samfylkingunni og lýsa yfir furðu á því að enginn stjórnarliði skuli vilja ræða þetta mál. Mér, sem nýliða á þinginu, hefði fundist fróðlegt að heyra sjónarmið stjórnarflokkanna, því að það er verið að ræða, eins og fram hefur komið, eina æðstu stofnun í peningamálum þjóðarinnar. Ég verð að segja það að ég hef orðið fyrir mjög miklum vonbrigðum að heyra ekki sjónarmið, mér finnst það skorta.

Við í Frjálsl. höfum tekið undir þau sjónarmið að við erum komin hingað til að ræða málin og taka þátt í orðræðu, bæði um stjórnarfrumvörp og stjórnarandstöðufrumvörp. Ég sakna þess að sjá ekki meira af stjórnarliðum í þinginu og spyr: Hvað á þetta að ganga lengi?

En ég þakka fyrir þessa umræðu. Ég hef orðið margs vísari um Seðlabankann og er sannfærður um að margir stjórnarliðar hefðu örugglega getað lært ýmislegt af að fylgjast með umræðum um Seðlabankann hér.