ÁSJ, ÁMöl, BrM, LMR, ÁF, EKH

Þriðjudaginn 28. október 2003, kl. 13:32:57 (805)

2003-10-28 13:32:57# 130. lþ. 15.95 fundur 102#B varamenn#, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 15. fundur, 130. lþ.

[13:32]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Borist hafa sex bréf um forföll þingmanna. Hið fyrsta er svohljóðandi:

,,Þar sem ég er á förum á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York á vegum Alþingis og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs í Norðaust., Árni Steinar Jóhannsson, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Jón Bjarnason, 8. þm. Norðvest.``

Annað bréfið er svohljóðandi:

,,Þar sem ég er á förum á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York á vegum Alþingis og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður á lista Sjálfstfl. í Reykv. n., Ásta Möller, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Guðlaugur Þór Þórðarson, 6. þm. Reykv. n.``

Þriðja bréfið er svohljóðandi:

,,Þar sem ég verð í fæðingarorlofi næstu vikur og get því ekki sótt þingfundi á meðan óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður á lista Samf. í Suðurk., Brynja Magnúsdóttir sjúkraliði, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Björgvin G. Sigurðsson, 7. þm. Suðurk.``

Fjórða bréfið er svohljóðandi:

,,Þar sem ég er á förum á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York á vegum Alþingis og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður á lista Sjálfstfl. í Reykv. s., Lára Margrét Ragnarsdóttir, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Sólveig Pétursdóttir, 5. þm. Reykv. s.``

Árni Steinar Jóhannsson, Ásta Möller, Brynja Magnúsdóttir og Lára Margrét Ragnarsdóttir hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru öll boðin velkomin til starfa á nýjan leik.

Fimmta bréfið hljóðar svo:

,,Þar sem ég er á leið í fæðingarorlof og sæki því ekki þingfundi næstu mánuði óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður á lista Samf. í Suðvest., Ásgeir Friðgeirsson ritstjóri, Kópavogi, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Þórunn Sveinbjarnardóttir, 7. þm. Suðvest.``

Sjötta og síðasta bréfið er svohljóðandi:

,,Þar sem ég er á förum á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York á vegum Alþingis og get því ekki sótt Alþingi næstu tvær vikur óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður á lista Samf. í Reykv. s., Einar Karl Haraldsson ráðgjafi, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Mörður Árnason, 7. þm. Reykv. s.``

Kjörbréf Ásgeirs Friðgeirssonar og Einars Karls Haraldssonar hafa þegar verið rannsökuð og samþykkt. Þeir hafa ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni.